Úr ofboði óværunnar

by Grafir

/
  • Streaming + Download

    Includes high-quality download in MP3, FLAC and more. Paying supporters also get unlimited streaming via the free Bandcamp app.

      name your price

     

1.
2.
02:19
3.
04:38

about

The cassette release can be found on the Vánagandr distro.

credits

released November 19, 2015

tags

license

all rights reserved

about

Grafir Iceland

contact / help

Contact Grafir

Streaming and
Download help

Track Name: Vinur, þú skelfur
Af æðri máttarvöldum
þú læstur ert
í hyldjúpum meinum;
skilin milli heima lokast meir
við hvert tog þitt
í keðjurnar
þær er saumuðu sárið
sem eitt sinn gleypti veru þína

Markaðurinn í dag
selur lausnir sínar
með álagningu

Skuli hendi þín ná mér
og sár þitt lokast við það,
verðurðu þér loksina heimakær
fangelsaður innan eigin rifbeina?
Track Name: Skriða
Kveikur að morgunvirkjum berst
Kippir undan sólskinsábreiðum
Endurtekið niðurbrot, hold fyrir bý
Endurtekið niðurbrot, skolpleiðslur bresta í söng

Fórnarlamb eigin tilvistar, hið aumasta dýr
Sjónin beinist engu öðru að
í varma sjálfskaparvítis

Veggina skal skallað
Sefjun blóma sem sjá enga sól
í síki sínu
Meinsemdarþrælar

Sjálfinu skal hallað
yfir strauma tímalínunnar
sem stoppar aðeins
fyrir þeim sem frá henni hverfa

Bræði springur yfir áætlanir sem aldrei ágerðust
Íþyngir skugganum, hamur sem öðlast eigið líf
og eltir hvert sem haldið er
miskunnarlaust
sem ævarandi áminning
fyrir hvað maður var
Track Name: Hraunbúi
Úr illa hirtu hreiðrinu
fellur fiðurfirrtur umskiptingur

Heimþráin skelfir
þessa bækluðu skel
þótt í sér skilninginn
hún alltaf borið hafi

Nú skal það gjört;
Nú skal því breytt
sem ekki samhæfist
nótnaflæði æðanna

Vegur blóðsins
er umlukinn
grimmum klóm
löngu dauðra trjáa
-
En þó er sagt að hér
finnist sæmdin sú
sem leiftrar sálina
tilgangsljómanum

Að hún sé leidd
í þau þúsund ár
sem gangan tekur
úr sálartetri dýrsins

í gegnum gráustu þokurnar
og tannhvöss hraun
sem bíða engrar
líknsemdar
-
Vígstöðvar reistar;
Vonarsöfnuður kvelur upp
varúðarkvein
um ógn tómhyggjunnar

Sitt sýnist hverjum
hvað óttast skal,
lífsgangan sjálf
eða skortur henni á

Af lífsgræðginni einni
stefna þau
sem heil geta talist
að varma sólar
-
Sigurlaunin hillir í fjarska
og hefur þar miskunnarlaust háð
Andlegt stríð
til höfuðs þeim
sem í óráði sínu
finna aðeins
eigin dóm,
eigin harðrétti;
í eyru þeirra sem
þráhyggjukenndir söngvarnir
óma enn
-
Öll afdrepi undan kæfandi þokunni hverfa
jafn skjótt og þau birtast hér
svo þau virðast sem hin grimmasta lygi
-
Sigurlaunin hillir í fjarska
og hefur þar miskunnarlaust háð
Andlegt stríð
til höfuðs þeim
sem í óráði sínu
finna aðeins
eigin dóm,
eigin harðrétti;
í eyru þeirra sem
þráhyggjukenndir söngvarnir
óma enn,
og ávalt hrífa
-
Handan þokunnar heyrist vonarglamur hinna fleygu
sem af falskri von hafa afvegaleiðst
en einhversstaðar verða þær að lenda

Fluglaus fer hann aðra leið
og kýs svefnsstað mánans sem sinn eigin
-
Nóttin fær senn sinn miskasvefn
og dögunin vaknar þá er ég ekki finnst
Komið þið að leiði mínu og sjáið mín bein,
leyf þeim að liggja þar ein